kenya

Mt Kenya - hæsta fjall Kenya - nóvember 2021

Horft upp til Mt. Kenya

Í Kenya er annað hæsta fjall Afríku og ber nafn landsins: Mt. Kenya. Það er 5.199 metra hátt og hefur þrjá tinda, Batian (5.199m), Nelion (5.188m) og Lenana 4.985m).  það er Lenana tindurinn sem að stefnan er tekin á í þessari fjölbreyttu en nokkuð krefjandi göngu. Það er ekki tæknilega erfitt að komast á Lenana tindinn en hæðin er mikil og minna súrefni en við sjávarmál. Landslagið er fjölbreytt og gengið er í gegnum nokkur gróðurbelti en efst á fjallinu er von á snjó.